Innst í því öllu sem gerist öllu sem tekst þú í fang heyrir þú stundirnar hverfa heyrir þú klukkunnar gang. Og þaðan mun þögnin koma - þögnin og gleymskan öll er hinzta mínútan hnígur á hvarma þér, eins og...

Innst í því öllu sem gerist

öllu sem tekst þú í fang

heyrir þú stundirnar hverfa

heyrir þú klukkunnar gang.

Og þaðan mun þögnin koma -

þögnin og gleymskan öll

er hinzta mínútan hnígur

á hvarma þér, eins og mjöll.

Hannes Pétursson.