[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BÚLGARÍA kom best út í verðkönnun nítján landa, á vörum sem ferðamenn kaupa gjarnan í fríinu skv. nýlegri frétt í norska blaðinu Dagbladet . Þar á eftir komu Tyrkland og Eistland en Noregur og Bretland selja dýrustu vörurnar, skv. könnuninni.

BÚLGARÍA kom best út í verðkönnun nítján landa, á vörum sem ferðamenn kaupa gjarnan í fríinu skv. nýlegri frétt í norska blaðinu Dagbladet. Þar á eftir komu Tyrkland og Eistland en Noregur og Bretland selja dýrustu vörurnar, skv. könnuninni. Sé Ísland skoðað í samanburði kemur í ljós að við lendum í þriðja sæti yfir dýrustu löndin, hér er verðlagið lægra en í Noregi og Bretlandi en svipað og í Þýskalandi. Samanburður var gerður á níu hlutum, sem samtals kostuðu 833 krónur í Búlgaríu, 6.535 krónur í Noregi og 5.1160 krónur hér á landi. Aðeins voru tekin sýnishorn af vöruverði, og hvorki var miðað við hvenær ársins varan var keypt né hvaðan af landinu hún kemur.

Þeir sem huga á ferðalög í sumar en eru auralitlir ættu jafnvel að fara til Búlgaríu þar sem kaffibollinn í Sofíu kostar tæpar 40 krónur eða jafnvel leggja leið sína til Eistlands eða Tyrklands þar sem flaska af léttvíni á huggulegum veitingastað kostar um 500 krónur. Í Portúgal er einnig ódýrt að drekka, þar kostar einn ískaldur bjór um 90 krónur og pítsan kostar 400 kr. Samanburður á verði hér reyndist auðveldur ef undan er skilið verð á vatnsflöskum sem jafnan eru ekki seldar nema í undantekningartilfellum, og gos er sjaldan selt í 33 cl flöskum eða dósum heldur hálfslítra.