Sjömenningarnir sem standa að Heilsumiðstöðinni Heilsuhvoli: Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir, Aðalheiður Hjelm, Dagný Elsa Einarsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Jónína K. Berg, Sigrún Guðjónsdóttir og Sigrún Sól Sólmundsdóttir.
Sjömenningarnir sem standa að Heilsumiðstöðinni Heilsuhvoli: Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir, Aðalheiður Hjelm, Dagný Elsa Einarsdóttir, Harpa Guðmundsdóttir, Jónína K. Berg, Sigrún Guðjónsdóttir og Sigrún Sól Sólmundsdóttir.
HEILSUMIÐSTÖÐIN Heilsuhvoll hefur tekið til starfa á Flókagötu 65 í Reykjavík.

HEILSUMIÐSTÖÐIN Heilsuhvoll hefur tekið til starfa á Flókagötu 65 í Reykjavík. Þar vinna sjö konur, sem allar hafa lokið námi í sínum fræðum heima og erlendis; snyrtifræðingur, Alexanderstæknikennari, hómópatar, lithimnufræðingur, nuddari og svæða- og viðbragðsfræðingur.

Sjömenningarnir verða með opið hús í Heilsuhvoli í dag, sunnudaginn 1. apríl, milli klukkan 14 og 17.

Þær, sem starfa í Heilsuhvoli, eru: Aðalheiður Hjelm snyrtifræðingur lærði snyrtifræði við Fjölbrautaskólann í Breiðholti og útskrifaðist þaðan í maí 1991. Á námstímanum starfaði hún í níu mánuði á snyrtistofunni Lipurtá í Hafnarfirði. Hún tók sveinspróf í febrúar 1992 og fór að vinna á snyrtistofunni Saloon Ritz að því loknu og vann þar til ársins 1997. Í byrjun árs 1997 fluttist hún til Bretlands og fór í skóla í London, Glauca Rossi school of make-up, í tísku- og ljósmyndaförðun.

Dagný Elsa Einarsdóttir LCPH útskrifaðist frá The College of Practical Homoeopathy 1998 og hefur starfað sem hómópati síðan. Hún rekur einnig fyrirtækið Erdu ehf., sem framleiðir íslenskar húðvörur sem einungis innihalda lífræn og lítið unnin efni, m.a. íslenskar jurtir.

Harpa Guðmundsdóttir nam Alexanderstækni í The North London Teachers Training Course í London 1996-1999. Einnig nam hún fæðingarhjálp með Alexanderstækni hjá Ilönu Machover og kallast "doula", þ.e. sú sem styður móður í fæðingu. Þá hefur hún sótt ýmis námskeið í sérhæfingu, t.d. fyrir söngvara og tónlistarfólk. Hún hefur unnið í leiklistar- og söngleikjaskólanum Mountview (London) með tónlistarnemum úr Guildhall og Royal Academy (London), sjúkraþjálfunarstöðinni Golders Hill Physiotherapy Clinic (London), líkamsræktarstöðinni LA Fitness (London) og svo sjálfstætt.

Jóna Ágústa Ragnheiðardóttir LCH stundaði nám í hómópatíu (smáskammtalækningum) við The College of Homoeopathy í London í þrjú ár og útskrifaðist þaðan haustið 2000. Hún starfaði einnig í eitt ár í Newlands Park Natural Health Care Center, þar sem hún fékk m.a. þjálfun í að greina fæðuóþol og ýmislegt annað sem veikir ónæmiskerfið og veldur ójafnvægi í líkamanum.

Jónína K. Berg er lithimnufræðingur frá School of natural medicine í Bolder í Colorado og nam ilmkjarnaolíufræði hjá dr. Erwin Haringer og Margret Demleitner í Lífsskólanum.

Sigrún Guðjónsdóttir er lærður nuddari frá Nuddskóla Íslands og er félagi í Nuddfélagi Íslands (FÍN). Í Nuddskóla Íslands er m.a. kennt heildrænt klassískt nudd, ilm- og sogæðanudd, svæðanudd, "kinesiologi" og íþróttanudd.

Sigrún Sól Sólmundsdóttir er svæða- og viðbragðsfræðingur frá Svæðanuddskóla Þórgunnu. Hún lærði ilmkjarnaolíufræði hjá dr. Erwin Haringer og Margret Demleitner í Lífsskólanum og nam "kinesiologi" hjá Erni Jónssyni.