KR á sér flesta stuðningsmenn íslenskra íþróttafélaga og getur því talist vinsælasta félag landsins. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði í mars sl., en í henni voru 1.
KR á sér flesta stuðningsmenn íslenskra íþróttafélaga og getur því talist vinsælasta félag landsins. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði í mars sl., en í henni voru 1.500 Íslendingar á aldrinum 12 til 75 ára spurðir hvert væri þeirra uppáhaldsfélag á Íslandi. Svarhlutfall var 70 af hundraði. Niðurstaðan er sú að 10% þeirra sem svöruðu styðja KR. Valur, Fram og Akranes eiga sér helmingi færri stuðningsmenn, 5%. Önnur félög njóta minni stuðnings, en ÍBV, KA, Keflavík og Fylkir eru ekki langt á eftir Val, Fram og Akranesi, með á milli 3 og 4% stuðning. Athygli vekur í könnuninni að rúmlega fjórðungur kvenna á sér ekki uppáhaldslið hér á landi og um 19 af hundraði karla eru í sömu sporum.