VIÐ, sem búum við færri sólardaga en margur óskaði sér, lofum hvern dag sem sólin sést á himni.
VIÐ, sem búum við færri sólardaga en margur óskaði sér, lofum hvern dag sem sólin sést á himni. Þeir, sem búa við sólskin flesta daga ársins, eru þakklátir þegar ský dregur fyrir sól og biðja um rigningu þegar þurrkar og steikjandi sólarhitinn ætla allt að drepa. Jörðin okkar allra er mögnuð stjarna í einni örlítilli vetrarbraut í alheiminum. Hér er fjölbreytni náttúrunnar slík að annað eins þekkist ekki - ennþá. Hvað býr úti í geimnum vitum við ekki en ef til vill er einhver þar að kíkja á okkur eins og sólin fylgist með stráknum á stólnum í grasinu einn góðviðrisdaginn einhvers staðar á okkar ágætu plánetu.

Höfundur myndarinnar, Ísak Örn Hákonarson, 6 ára, Stjörnugróf 27 í Reykjavík, er iðinn við að senda barnasíðum Moggans myndir. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir.