ROSKIN kona var hætt komin þegar eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð á Akureyri aðfaranótt laugardags. Nágranni konunnar varð eldsins var og tókst að sparka upp hurð á íbúðinni og draga konuna út.
ROSKIN kona var hætt komin þegar eldur kom upp í íbúð hennar í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð á Akureyri aðfaranótt laugardags. Nágranni konunnar varð eldsins var og tókst að sparka upp hurð á íbúðinni og draga konuna út. Konan var sofandi og hlaut snert af reykeitrun og var flutt á sjúkrahús. Nokkrar skemmdir urðu af völdum reyks og þurfti að reykræsta íbúð konunnar, en ekki aðrar íbúðir í húsinu. Að sögn lögreglu er talið að eldurinn hafi kviknað út frá sígarettuglóð.