Í dag er sunnudagur 3. júní, 154. dagur ársins 2001. Hvítasunnudagur. Orð dagsins: Ég treysti á miskunn þína; hjarta mitt fagnar yfir hjálp þinni. Ég vil syngja fyrir Drottni, því að hann hefir gjört vel til mín.

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Brúarfoss kemur í dag og fer á morgun, Arina Arctica kemur og fer á morgun , Frank kemur í dag.

Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss kemur á morgun til Straumsvíkur , Olchan, Eridanus og Fornax fara í dag.

Fréttir

Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14-17.

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17-18, þriðjudaga.

Mannamót

Árskógar 4. Á þriðjudag kl. 9-16.30 opin handavinnustofan, áhersla á bútasaum, kl. 9-12 bókband og öskjugerð, kl. 9.30 danskennsla, Sigvaldi, kl. 13-16.30 opin smíðastofa, trésmíði/útskurður, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar.

Aflagrandi 40. Á þriðjudag enska kl. 10 og kl. 11. Verslunarferð farið verður í Hagkaup Skeifunni miðvikudaginn 6. júní. Farið frá Grandavegi kl. 10 með viðkomu í Aflagrand, komið til baka kl. 12. Kaffi og meðlætii í boði Hagkaupa. Fimmutdaginn 21. júní verður farið í þjóðleikhúsið að sjá söngleikinn Syngjandi í rigningunni,skráning í afgreiðslu Aflgranda 40 simi 562-2571 miðar óskast sóttir fyrir 10 júní.

Bólstaðarhlíð 43. Á þriðjudag kl. 8 hárgreiðsla, kl. 8.30 böðun, kl. 9-16 almenn handavinna og fótaaðgerð, kl. 9.30 morgunkaffi/dagblöð, kl. 11.15 matur, kl. 14 dans, Sigvaldi, kl. 15 kaffi.

Félagsstarf aldraðra, Dalbraut 18-20. Á þriðjudag kl. 9 hárgreiðsla og böðun, kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist.

Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Á þriðjudag kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 13 föndur og handavinna. Kl. 14.45 söngstund í borðsal með Jónu Bjarnadóttur.

Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á þriðjudag bridge kl 13:30 og púttæfingar á Hrafnistuvelli kl. 14 til 16: Dagsferð á Njáluslóðir fimmtudagin 7. júní nálgist miðana sem fyrst. Þriggja daga ferð til Hornafjarðar 9. júlí og Orlofið að Hótel Reykholti í Borgarfirði 26.-31. ágúst n.k. Skráning hafin, allar upplýsingar í Hraunseli, sími 555-0142.

Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan er opin virka daga frá kl. 10-13. Matur í hádeginu.

Ath: farið verður í dagsferð 10. júní austur í Mýrdal, farið verður m.a. niður að Görðum í Reynishverfi, upp í Heiðardal, að Skógum og Vík. Leiðsögn: Ólöf Þórarinsdóttir. Skráning hafin. Dagsferð 13. júní. Nesjavellir-Grafningur-Eyrarbakki. Húsið - Sjóminjasafnið á Eyrarbakka skoðað. Leiðsögn: Tómas Einarsson og Pálína Jónsdóttir. Skráning hafin.

19.-22. júní Trékyllisvík 4 dagar, gist að Valgeirsstöðum í Norðurfirði, svefnpokapláss. Ekið norður strandir. Farið í gönguferðir og ekið um sveitina. Ekið heimleiðis um Tröllatunguheiði eða Þorskafjarðarheiði. Skráning hafin. Leiðsögn Tómas Einarsson. Þeir sem eiga pantað í hringferð um Norðausturland 8.-15. ágúst vinsamlegast komið og greiðið inn á ferðina sem fyrst. Athugið að allt félagsstarf fellur niður sunnudag og mánudag vegna hvítasunnuhelgarinnar.

Silfurlínan er opin á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111.

Upplýsingar á skrifstofu FEB kl. 10 til 16 í síma 588-2111.

Félagsstarfið, Hæðargarði 31. Á þriðjudag kl. 9-16.30 opin vinnustofa, tréskurður og fleira, kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 10 leikfimi, kl. 12.45 Bónusferð.

Gerðuberg , félagsstarf, þriðjudaginn 5. júní, kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 13 boccia, veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Sumardagskráin er komin. Miðvikudaginn 6. júní bankaþjónusta kl. 13.30- 14.30.

Veitingar í kaffihúsi Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í s. 5757720.

Gjábakki, Fannborg 8. Á þriðjudag kl. 9.30 handavinnustofa opin, leiðbeinandi á staðnum frá kl. 10-17, kl. 14 boccia, þriðjudags-
ganga fer frá Gjábakka kl. 14.

Gullsmári, Gullsmára 13. Á þriðjudag kl. 9.15 postulínsmálun, kl. 13-16 handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum.

Hvassaleiti 56-58. Á þriðjudag kl. 9 böðun, fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 9.45 bankaþjónusta, kl. 13 handavinna og hárgreiðsla.

Hraunbær 105. Á þriðjudag kl. 9-16.30 postulínsmálun, kl. 9-17 fótaaðgerðir, kl. 9-12 glerskurður, kl. 9.45 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13-16.30 myndlist, kl. 13-17 hárgreiðsla.

Norðurbrún 1. Á þriðjudag kl. 9-17 hárgreiðsla, kl. 10-11 ganga, kl. 9-16.45 opin handavinnustofan, tréskurður.

Vesturgata 7. Á þriðjudag kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, dagblöð og kaffi, kl. 9.15-15.30 almenn handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 11.45 matur, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14.30 kaffi. Dagsferð verður farin fimmtudaginn 7. júní. Lagt af stað kl. 10. Viðkoma í Eden í Hveragerði. Farið verður á Njáluslóðir, Njálusafn skoðað með leiðsögn Arthurs Björgvins Bollasonar. Ekið um Stokkseyri og Eyrarbakka, Eyrarbakkakirkja skoðuð. Sr. Úlfar Guðmundsson tekur á móti hópnum. Kvöldverður og dans á Hótel Örk. Sundlaug og heitir pottar fyrir þá sem vilja. Leiðsögumaður Nanna Kaaber. Upplýsingar og skráning í síma 562-7077. Ath takmarkaður miðafjöldi.

Vitatorg. Á þriðjudag kl. 9 smiðjan og hárgreiðsla, kl. 9.30 morgunstund kl. 10 fótaaðgerðir og almenn leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 11.45 matur, kl. 14.30 kaffi. Félagsvist og almenn handavinna falla niður vegna sumarferðar að Sólheimum í Grímsnesi.

Bridsdeild FEBK, Gjábakka. Spilað þriðjudagskvöld kvöld kl. 19. Allir eldri borgarar velkomnir.

Félag ábyrgra feðra heldur fund í Shell-húsinu, Skerjafirði, á

miðvikudögum kl. 20, svarað í síma 5526644 á fundartíma.

Eineltissamtökin halda fundi að Túngötu 7, á þriðjudögum kl. 20.

Kvenfélag Óháða safnaðarins. Hin árlega vorferð sumarsins verður miðvikudaginn 6. júní lagt af stað frá Kirkju Óháða safnaðarins kl. 20. Fjölmennið og takið með ykkur gesti. Skráning hjá Ester s. 557-7409, Halldóra s. 566-6549 eða Ólöfu s. 588-7778.

Ellimálaráð Reykjavíkurprófastdæma , Breiðholtskirkju við Þangbakka. Skálholtsskóli, Ellimálanefnd Þjóðkirkjunnar og Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma efna til sumardvalar fyrir eldri borgara í Skálholti. Boðið er til fimm daga dvalar í senn og raðast þeir þannig: 25. til 29. júní, 2. til 6. júlí og 9. til 13. júlí. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma f.h. virka daga í síma 557-1666.

(Sálm. 13, 6.)