NÚ stendur yfir árleg hönnunarsýning Iðnskólans í Hafnarfirði.
NÚ stendur yfir árleg hönnunarsýning Iðnskólans í Hafnarfirði. Þar er að finna margvísleg verk úr hinum fjölbreyttasta efniviði og hafa þrír af útskriftarnemendum skólans í ár fengið inni í hinum virta hönnunarháskóla í Eindhoven í Hollandi sem einungis veitir skólavist litlum hluta umsækjenda.

Sýningin er opin til 8. júní, lokað sunnudag og mánudag.