Særingamaðurinn: Hver hefur sinn djöful að draga.
Særingamaðurinn: Hver hefur sinn djöful að draga.
Höfundar hinnar sígildu hrollvekju um Særingamanninn - The Exorcist , William Peter Blatty handritshöfundur og William Friedkin leikstjóri, hafa höfðað mál á hendur Warner Bros.
Höfundar hinnar sígildu hrollvekju um Særingamanninn - The Exorcist, William Peter Blatty handritshöfundur og William Friedkin leikstjóri, hafa höfðað mál á hendur Warner Bros. kvikmyndafélaginu fyrir að hafa vangreitt þeim tekjur af endurdreifingu myndarinnar í fyrra. Særingamaðurinn, sem fjallar um unga stúlku á valdi djöfulsins, færði Warner Bros. meira en 40 milljónir dollara þegar hún var sýnd að nýju tæpum 30 árum eftir að hún var gerð. Ekki er vitað hversu miklar fjárhæðir Blatty og Friedkin gera kröfur um sér til handa.