Ásgrímur Sverrisson er 36 ára og lærði kvikmyndaleikstjórn við National Film and Television School í London 1990- 1994, lokaverkefnið var Ferðin að miðju jarðar með Jóhönnu Jónas í aðalhlutverki.
Ásgrímur Sverrisson er 36 ára og lærði kvikmyndaleikstjórn við National Film and Television School í London 1990- 1994, lokaverkefnið var Ferðin að miðju jarðar með Jóhönnu Jónas í aðalhlutverki. Hann hefur gert fjölda stuttmynda, auglýsinga og tónlistarmyndbanda og annast þáttagerð fyrir sjónvarp. Meðal þekktra verka má nefna Steinarnir tala, heimildarmynd um Guðjón Samúelsson húsameistara (1988), Heimsókn, leikna sjónvarpsmynd eftir handriti Friðriks Erlingssonar (1998) og einn hluta kvikmyndarinnar Villiljós (2000). Ásgrímur er nú ásamt Marteini Þórissyni að skrifa handritið Hvíta eldingin á styrk frá Kvikmyndasjóði Íslands.