Ekki var hægt að opna Suzuki Wagon R+ á tilskildum tíma.
Ekki var hægt að opna Suzuki Wagon R+ á tilskildum tíma.
LITLI borgarbíllinn Suzuki Wagon R+, sem kostar aðeins brot af verði Porsche, BMW og Mercedes-Benz, er þjófheldasti bíllinn, að því er fram kemur í könnun Autoexpress í Bretlandi.
LITLI borgarbíllinn Suzuki Wagon R+, sem kostar aðeins brot af verði Porsche, BMW og Mercedes-Benz, er þjófheldasti bíllinn, að því er fram kemur í könnun Autoexpress í Bretlandi. Lyklasmiðir sem reyndu að opna bílinn urðu beinlínis frá að hverfa eftir fimm mínútur og er þetta í fyrsta sinn í fimm ára sögu þessarar könnunar að slíkt hefur gerst. Í samanburði tók það ekki nema 33 sekúndur að brjótast inn í Porsche Boxster, innan við 37 sekúndur í BMW 525 og 33 sekúndur í Mercedes-Benz. Auðveldast var að brjótast inn í Daihatsu Cuore og tók það ekki nema 3,13 sekúndur. Í könnun Autoexpress voru 50 bílar og það tók innan við 2 mínútur að brjótast inn í 33 þeirra.