Fulltrúi eins af mörgum þjóðflokkum í Papúa í Nýju-Gíneu.
Fulltrúi eins af mörgum þjóðflokkum í Papúa í Nýju-Gíneu.
FERÐASKRIFSTOFAN Embla að Skólavörðustíg 38 er formlega tekin til starfa. Ingiveig Gunnarsdóttir er eigandi nýju skrifstofunnar ásamt Global Adventures, bandarískri ferðaskrifstofu sem hefur aðsetur í Minneapolis, Minnesota í Bandaríkjunum.
FERÐASKRIFSTOFAN Embla að Skólavörðustíg 38 er formlega tekin til starfa. Ingiveig Gunnarsdóttir er eigandi nýju skrifstofunnar ásamt Global Adventures, bandarískri ferðaskrifstofu sem hefur aðsetur í Minneapolis, Minnesota í Bandaríkjunum.

Í næstu viku opnar vefur Emblu með upplýsingum um ferðir sem bjóðast auk bókunarvefjar þar sem unnt er að bóka ferðir með Global Adventures sem sérhæfa sig í vönduðum ævintýraferðum fyrir litla hópa.

"Við bjóðum vistvænar veraldarferðir á framandi staði þar sem fólk upplifir fornleifafræði, mannfræði og vistfræði auk þess sem það kynnist umhverfisvernd í framkvæmd og tekur virkan þátt í umræðunni," segir Ingiveig.

Á slóðum Drakúla greifa

Nýkominn er út bæklingur með helstu upplýsingum um ferðir sem bjóðast, m.a. pakkaferðir ætlaðar litlum hópum, t.d. fjölskyldum og saumaklúbbum, og nefnir Ingiveig sem dæmi ferðir til Búkarest og Transilvaníu á slóðir Drakúla greifa.

Tvær tveggja vikna ferðir eru síðan fyrirhugaðar með íslenskri fararstjórn í sumar og haust. Til Ekvador, Galapagos og Amasón verður haldið í ágúst með Ara Trausta Guðmundssyni en sú ferð er einkum ætluð fjölskyldufólki og barnaafsláttur býðst.

Í lok nóvember verður síðan farin hópferð til Papúa í Nýju-Gíneu í fylgd Ingiveigar Gunnarsdóttur.