Háskólarektor fórst vel úr hendi að opna nýju heimasíðuna.
Háskólarektor fórst vel úr hendi að opna nýju heimasíðuna.
PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, opnaði nýverið nýja heimasíðu Efnafræðifélags Íslands í Skólabæ. Vefslóð nýju heimasíðunnar er: www.efn.is.
PÁLL Skúlason, rektor Háskóla Íslands, opnaði nýverið nýja heimasíðu Efnafræðifélags Íslands í Skólabæ. Vefslóð nýju heimasíðunnar er: www.efn.is. Þar segir að Efnafræðifélagið hafi viljað nota þetta tækifæri til að kynna starfsemi félagsins og að samkoman hafi jafnframt verið hugsuð sem viðurkenning til þeirra sem lagt hafa félaginu lið á tæplega eins og hálfs árs ferli þess.

Efnafræðifélagið var stofnað í árslok 1999 sem faglegur vettvangur fyrir efnafræðinga, efnaverkfræðinga og lífefnafræðinga og annað áhugafólk um efnafræði. Í dag eru félagsmenn 134 talsins.

Í félaginu fer fram margvísleg starfsemi. Í haust stóð það fyrir ráðstefnu þar sem meðal annars var fjallað um umhverfismál, líftækni og nýtingu vetnis á Íslandi. Félagið hefur einnig veitt vegleg bókaverðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnafræði á stúdentsprófi við brautskráningu frá framhaldsskólum landsins. Þá hefur nýlega verið stofnuð orðanefnd sem í samstarfi við efnafræðiskor raunvísindadeildar Háskóla Íslands vinnur að gerð kynningarbæklings um nám í efnafræði og lífefnafræði við Háskólann og um störf að því loknu.