44,4% SAMDRÁTTUR er í sölu á nýjum fólksbílum fyrstu fimm mánuði ársins. Samdrátturinn í maí miðað við sama mánuð í fyrra er 50%. Alls seldust 3.346 nýir fólksbílar fyrstu fimm mánuðina en 6.023 á sama tíma í fyrra.
44,4% SAMDRÁTTUR er í sölu á nýjum fólksbílum fyrstu fimm mánuði ársins. Samdrátturinn í maí miðað við sama mánuð í fyrra er 50%. Alls seldust 3.346 nýir fólksbílar fyrstu fimm mánuðina en 6.023 á sama tíma í fyrra. Næstum fjórðungur af heildarsölunni eru Toyota bílar og þar er einnig minnsti samdrátturinn, eða 18,1%.

Mestur er samdrátturinn í sölu á Opel, tæp 65%, og Renault, tæp 64%.