STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 5. júní kl. 20:30.
STYRKUR, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra, verður með opið hús í Skógarhlíð 8 þriðjudaginn 5. júní kl. 20:30.

Heiðdís Valdimarsdóttir sálfræðingur flytur erindi um þróun margmiðlunardisks til að aðstoða konur með stökkbreytt brjósakrabbameinsgen við að meta stöðu sína. Heiðdís er búsett í New York og starfar þar sem gestaprófessor við Mount Sinai-sjúkrahúsið. Í frétt frá Styrki segir að allir velunnarar félagsins séu velkomnir.