MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá fundi Starfsmannafélags Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 28. maí 2001 þar sem segir meðal annars: "Starfsmannafélag Tónskóla Sigursveins D.
MORGUNBLAÐINU hefur borist ályktun frá fundi Starfsmannafélags Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 28. maí 2001 þar sem segir meðal annars:

"Starfsmannafélag Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar harmar seinagang og viljaleysi samninganefndar Launanefndar sveitarfélaga til að koma til móts við sanngjarnar launakröfur tónlistarkennara.

Nú þegar samið hefur verið við alla aðra kennara skýtur skökku við að tónlistarkennarar, með margra ára sérnám að baki, séu hunsaðir. Lýsir þetta menningarfjandsamlegu viðhorfi. Eins og rannsóknir sýna hefur tónlistarnám víðtæk jákvæð áhrif á þroska og gengi ungmenna. Auk þess er sannað að menningarstarf skilar þjóðarbúinu beinhörðum hagnaði.

Við skorum á Launanefnd sveitarfélaga að standa við gefin fyrirheit, koma til móts við tónlistarkennara og semja strax."