FYRIRLESTRAR um búddisma á vegum Karuna hefjast aftur þriðjudaginn 5. júní nk., í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands. Kennt verður á ensku næstu fjóra þriðjudaga og hefst kennslan kl. 20. Yfirskrift fyrirlestranna er "Að skilja hugann".
FYRIRLESTRAR um búddisma á vegum Karuna hefjast aftur þriðjudaginn 5. júní nk., í stofu 101 Odda, Háskóla Íslands. Kennt verður á ensku næstu fjóra þriðjudaga og hefst kennslan kl. 20. Yfirskrift fyrirlestranna er "Að skilja hugann".

Í þessum fyrirlestrum mun búddamunkurinn Venerable Drubchen sýna hvernig skýrari skilningur á huganum og virkni hans getur dregið úr og jafnvel eytt neikvæðum hugsunum og tilfinningum sem eru rót allra daglegra vandamála og þjáninga. Hver fyrirlestur er sjálfstæður og öllum opinn. Gjald fyrir hvert skipti er kr. 1.000 en 500 fyrir námsmenn og öryrkja.