LYFLEYSUR eða gervilyf hafa ekki áhrif til lækninga, segir í rannsókn íslensks og dansks læknis sem birtist í læknablaðinu New England Journal of Medicine. Áður hefur því verið haldið frram að allt að þriðjungi sjúklinga líði betur eftir inntöku þeirra.
LYFLEYSUR eða gervilyf hafa ekki áhrif til lækninga, segir í rannsókn íslensks og dansks læknis sem birtist í læknablaðinu New England Journal of Medicine. Áður hefur því verið haldið frram að allt að þriðjungi sjúklinga líði betur eftir inntöku þeirra.

LÖGREGLAN í Reykjavík hóf í vikunni rannsókn á því hvort nektardansmeyjar á veitingastaðnum Bóhem við Grensásveg séu hvattar til að stunda vændi. Fjórar eistneskar nektardansmeyjar hafa leitað til lögreglu þar sem þær bera forráðamenn staðarins þessum sökum.

ÞRÍR Litháar, sem ákærðir eru fyrir stórfelldan þjófnað á símum, myndavélum og áþekkum varningi fyrir á áttundu milljón króna í verslunum í Reykjavík í mars sl., báru fyrir dómi að einu afskipti þeirra af verðmætunum hafi verið að senda þau úr landi fyrir Pólverja sem þeir hittu fyrir tilviljun og geta ekki gert frekari grein fyrir.

PÁLL Pétursson, félagsmálaráðherra, fékk samþykki ríkisstjórnar fyrir breytingum á reglum um húsbréf og húsbréfaviðskipti og tekur ný reglugerð gildi á næstu dögum. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka og gæti það þýtt aukin útgjöld sjóðsins upp á fjóra milljarða á ársgrundvelli.