3. janúar 1991 | Innlendar fréttir | 215 orð

Utanríkisþjónustan:

Fyrsta íslenska kon- an skipuð sendiherra SIGRÍÐUR Snævarr hefur verið skipuð sendiherra og tekur við emb ætti sendi herra Íslands í Stokkhólmi frá 1. febrúar. Sigríður er fyrst íslenskra kvenna til að verða skipuð sendiherra. Sigríður Snævarr sagði við

Utanríkisþjónustan:

Fyrsta íslenska kon- an skipuð

sendiherra SIGRÍÐUR Snævarr hefur verið skipuð sendiherra og tekur við emb ætti sendi herra Íslands í Stokkhólmi frá 1. febrúar. Sigríður er fyrst íslenskra kvenna til að verða skipuð sendiherra.

Sigríður Snævarr sagði við Morgunblaðið, að hún hlakkaði til að starfa í Svíþjóð en hún hefði dvalið þar á unglingsárum og Norðurlandasamvinna væri sér nánast í blóð borin. Í Svíþjóð væri nú einn stærsti byggðakjarni Ís lendinga og því væri sendiherra starfið þar vafalaust mjög mikil vægt og lifandi. Undir sendiherra Íslands í Stokkhólmi heyrir einnig Finn land, Albanía, Júgóslavía og Saudi-Arabía. Sigríður Snævarr hóf störf í utanríkisþjónustunni 1978, og vann þá um skeið í sendiráði Ís lands í Moskvu. Hún kom aftur til Íslands þar sem hún sá um málefni Evrópuráðsins og var síðan blaðafulltrúi utanríkisráðu neytisins. Árið 1987 tók hún við starfi sendifulltrúa í Bonn og hef ur gegnt því síðan.

Sigríður er gift Kjartani Gunn arssyni framkvæmdastjóra Sjálf stæðisflokksins. Utanríkisráðuneytið tilkynnti einnig um áramótin, að Gunnar Pálsson hefði verið skipaður sendi herra og falið fyrirsvar í afvopnun armálum frá 1. janúar. Þá hefur Gunnar Gunnarsson verið skipað ur sendifulltrúi og starfar hann í alþjóðaskrifstofu utanríkisráðu neytisins frá 1. janúar. Sigríður Snævarr.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.