Þegar Trölli stal jólunum er eftir dr. Seuss í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar . Trölli þolir ekki jólin en í næsta nágrenni við hann, í Þeim-bæ, halda menn þau hátíðleg með mat og drykk, söng og gjöfum. Eitt árið fær Trölli nóg.
Þegar Trölli stal jólunum er eftir dr. Seuss í þýðingu Þorsteins Valdimarssonar .

Trölli þolir ekki jólin en í næsta nágrenni við hann, í Þeim-bæ, halda menn þau hátíðleg með mat og drykk, söng og gjöfum. Eitt árið fær Trölli nóg. Hann arkar af stað nóttina áður en jólin ganga í garð og fjarlægir allt sem minnir á þau. Honum til mikillar furðu hljóma samt jólasöngvar að morgni og Trölla skilst að jólin felast ekki í steikinni, trénu eða pökkunum - heldur í hjörtum mannanna.

Bókin kom fyrst út á ensku fyrir meira en hálfri öld og var kvikmyndin Grinch gerð eftir henni á síðasta ári.

Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 56 bls., Prentuð í Danmörku. Verð: 1.990 kr.