Sumardagar eru eftir Sigurð Thorlacius fv. skólastjóra Austurbæjarskóla er endurútgefin. Bókin kom fyrst út árið 1939. Í bókinni segir frá einu sumri í lífi forustuærinnar Flekku og Brúðu dóttur hennar. Í kynningu segir m.a.
Sumardagar eru eftir Sigurð Thorlacius fv. skólastjóra Austurbæjarskóla er endurútgefin. Bókin kom fyrst út árið 1939.

Í bókinni segir frá einu sumri í lífi forustuærinnar Flekku og Brúðu dóttur hennar.

Í kynningu segir m.a.: "Hér er haglega fléttað saman fróðleik og skemmtun, kindurnar lenda í ótrúlegustu ævintýrum og lambið kynnist um leið landi og náttúru. Bókin er ekki eingöngu skemmtileg til aflestrar heldur er hér mikill fróðleikur um mörg íslensk dýr, landslag, veðráttu og gróður, en lýsingar höfundar á íslenskum fjallagrösum og öðrum gróðri er einstakur."

Myndlistarkonan Erla Sigurðardóttir hefur myndskreytt söguna.

Fyrir ári kom út bókin Um loftin blá eftir sama höfund með myndum Erlu.

Útgefandi er Muninn bókaútgáfa. Bókin er 102 bls. Verð: 1.990 kr.