Nýja sjúkrabifreiðin sem Rauðakrossdeild Strandasýslu fékk nýlega afhenta. Hjá henni stendur einn af sjúkraflutningamönnum á svæðinu, Gunnar Jónsson.
Nýja sjúkrabifreiðin sem Rauðakrossdeild Strandasýslu fékk nýlega afhenta. Hjá henni stendur einn af sjúkraflutningamönnum á svæðinu, Gunnar Jónsson.
RAUÐAKROSSDEILD Strandasýslu var nýlega afhent sjúkrabifreið sem kom í stað eldri bifreiðar. Nýi bíllinn er búinn fullkomnustu tækjum og öryggisbúnaði og er heildarverðmæti hans um fjórtán milljónir króna.
RAUÐAKROSSDEILD Strandasýslu var nýlega afhent sjúkrabifreið sem kom í stað eldri bifreiðar. Nýi bíllinn er búinn fullkomnustu tækjum og öryggisbúnaði og er heildarverðmæti hans um fjórtán milljónir króna.

Við sama tilefni var Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík færður öndunarmælir að gjöf.

Mælirinn er af gerðinni Spiro 2000 og gefandi er lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. í Reykjavík. Tækið mun nýtast til greiningar lungnasjúkdóma og kemur til með að stuðla að betra eftirliti og forvörnum.