ÞEIR eru líklega ófáir rúmmetrarnir af snjó sem borgarbúar hafa fjarlægt af bílastæðum, gangstéttum og bifreiðum undanfarna daga.
ÞEIR eru líklega ófáir rúmmetrarnir af snjó sem borgarbúar hafa fjarlægt af bílastæðum, gangstéttum og bifreiðum undanfarna daga. Óhætt er að segja að nægjanlegt framboð hafi verið á ofankomu þessa fyrstu dagana í desember og vegfarendur átt í mesta basli við að komast leiðar sinnar. Því hafa háir og lágir gripið til amboða á borð við skóflur og snjóplóga til að ryðja fararskjótum og fótgangandi leið í gegnum fannfergið. Er þessi herramaður þar engin undantekning en hann kepptist við snjómokstur þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá honum á Langholtsvegi í gær.