Svona spila ég golf er eftir golfmeistarann Tiger Woods í þýðingu Ingimars Jónssonar . Í kynningu segir m.a.: "Bókin er kennslubók um alla þætti leiksins, ekki síst andlegu hliðina, en þar koma yfirburðir Tigers berlega í ljós.
Svona spila ég golf er eftir golfmeistarann Tiger Woods í þýðingu Ingimars Jónssonar .

Í kynningu segir m.a.: "Bókin er kennslubók um alla þætti leiksins, ekki síst andlegu hliðina, en þar koma yfirburðir Tigers berlega í ljós. Einnig skín í gegn hið sterka samband Tigers við foreldra sína og þátt þeirra í að móta mesta íþróttamann samtímans."

Í bókinni lýsir Tiger tækni sinni ítarlega og glímu sinni við völlinn og keppinautana. Hann leiðbeinir og gefur ráð, m.a. um gripið, stöðuna, sveifluna, boltastöðuna og önnur grundvallaratriði. Hvernig hann byggir upp þrek sitt og viðheldur liðleika sínum.

Útgefandi er Setberg. Bókin er 320 bls., með mörg hundruð litmyndum efninu til skýringar. Verð: 4.560 kr.