HAFÍS sást norðvestan af landinu úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN þar sem hún var á eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum í gær. Um var að ræða ísrönd sem næst var landi 42 sjómílur norðvestan frá Kögri.
HAFÍS sást norðvestan af landinu úr flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN þar sem hún var á eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum í gær. Um var að ræða ísrönd sem næst var landi 42 sjómílur norðvestan frá Kögri.

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar var ísröndin að mestu samsett af íspönnum sem voru frosnar saman með ís í myndun. Sömuleiðis var ís í myndun, svokallaður mjólkurís, misjafnlega langt út frá ísröndinni en þó allt að 15 sjómílur frá meginísnum.

Þá sáust borgarísjakar inni í meginísnum á þremur stöðum.