14. desember 2001 | Viðskiptafréttir | 88 orð

Katla-Travel og Capio í samstarf

ÞÝSKA ferðaskrifstofan Katla-Travel, sem starfar í Þýskalandi og á Íslandi, og tölvufyrirtækið Capio í Uppsölum, sem er í íslenskri eigu, hafa undirritað samstarfssamning á sviði net- og upplýsingamála.
ÞÝSKA ferðaskrifstofan Katla-Travel, sem starfar í Þýskalandi og á Íslandi, og tölvufyrirtækið Capio í Uppsölum, sem er í íslenskri eigu, hafa undirritað samstarfssamning á sviði net- og upplýsingamála.

Samningurinn felur í sér að Katla-Travel kaupir upplýsinga- og vefsýslukerfi frá Capio, SOLO, og að Capio AB endurhannar vefsvæði Katla-Travel. Ráðgert er að nýja heimasíðan og vefkerfið verði komin í gagnið í lok janúar á næsta ári. Capio AB starfar í Svíþjóð og Danmörku og er stefnan tekin á England. Katla-Travel GmbH er með skrifstofur í Munchen og í Kópavogi.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.