ÞÝSKA ferðaskrifstofan Katla-Travel, sem starfar í Þýskalandi og á Íslandi, og tölvufyrirtækið Capio í Uppsölum, sem er í íslenskri eigu, hafa undirritað samstarfssamning á sviði net- og upplýsingamála.

ÞÝSKA ferðaskrifstofan Katla-Travel, sem starfar í Þýskalandi og á Íslandi, og tölvufyrirtækið Capio í Uppsölum, sem er í íslenskri eigu, hafa undirritað samstarfssamning á sviði net- og upplýsingamála.

Samningurinn felur í sér að Katla-Travel kaupir upplýsinga- og vefsýslukerfi frá Capio, SOLO , og að Capio AB endurhannar vefsvæði Katla-Travel. Ráðgert er að nýja heimasíðan og vefkerfið verði komin í gagnið í lok janúar á næsta ári. Capio AB starfar í Svíþjóð og Danmörku og er stefnan tekin á England. Katla-Travel GmbH er með skrifstofur í Munchen og í Kópavogi.