ÞAÐ er orðið tímabært að reifa aðeins þær feikivinsældir sem nýrokksveitin Linkin Park nýtur hérlendis. Plata þeirra, Hybrid Theory, sem er frumburður sveitarinnar, hefur nú verið 48 vikur á Tónlistanum eða hartnær ár.
ÞAÐ er orðið tímabært að reifa aðeins þær feikivinsældir sem nýrokksveitin Linkin Park nýtur hérlendis. Plata þeirra, Hybrid Theory, sem er frumburður sveitarinnar, hefur nú verið 48 vikur á Tónlistanum eða hartnær ár. Fullyrða má að líkar sveitir, eins og Limp Bizkit og Papa Roach, komist vart með tærnar þar sem Linkin-menn eru með hælana. Rokkjafnvægi Linkin Park verður að teljast aðdáunarvert, nægilega mikið af hörku, þýðleika og melódíu gerir það að verkum að leiðin er greið að ungum rokkvænum hjörtum. Nú bíðum við bara eftir næstu Korn-plötu. Verður ekki allt vitlaust þá?