MARKÚS Máni Michaelsson, stórskytta Valsmanna í handknattleik, meiddist á ökkla á æfingu Hlíðarendaliðsins í fyrrakvöld og er ljóst að hann verður frá handboltaiðkun næstu vikurnar í það minnsta.

MARKÚS Máni Michaelsson, stórskytta Valsmanna í handknattleik, meiddist á ökkla á æfingu Hlíðarendaliðsins í fyrrakvöld og er ljóst að hann verður frá handboltaiðkun næstu vikurnar í það minnsta.

Geir Sveinsson, þjálfari Vals, sagði við Morgunblaðið að ekki hefði komið í ljós við læknisskoðun í gær hversu alvarleg meiðslin væru. "Markús er ekki brotinn og það er fyrir mestu en hins vegar gæti verið um slit að ræða," sagði Geir.

Valsmenn leika fimm leiki á Íslandsmótinu á næstu þremur vikum og allt útlit er fyrir að þeir verði án Markúsar í þeim leikjum.