28. febrúar 2002 | Viðskiptablað | 495 orð | 1 mynd

Fylkismaður með fjármálalausnir

Þórður Gíslason er fæddur í Reykjavík árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1989 og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1997. Þórður hlaut löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2000.
Þórður Gíslason er fæddur í Reykjavík árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1989 og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1997. Þórður hlaut löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2000. Hann hóf störf hjá TölvuMyndum árið 1996, sem forritari og þróunarstjóri fjármálalausnadeildar. Þórður er kvæntur Margréti Erlingsdóttur, sem stundar meistaranám í markaðsfræði við Háskóla Íslands, þetta misserið í Danmörku. Þau eiga tvær dætur, Sigurlaugu, 7 ára, og Andreu, 2½ árs.

Þórður Gíslason er fæddur í Reykjavík árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1989 og B.Sc.-gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1997. Þórður hlaut löggildingu í verðbréfamiðlun árið 2000. Hann hóf störf hjá TölvuMyndum árið 1996, sem forritari og þróunarstjóri fjármálalausnadeildar. Þórður er kvæntur Margréti Erlingsdóttur, sem stundar meistaranám í markaðsfræði við Háskóla Íslands, þetta misserið í Danmörku. Þau eiga tvær dætur, Sigurlaugu, 7 ára, og Andreu, 2½ árs.

Þórður tók við starfi framkvæmdastjóra Libra ehf., áður Fjármálalausnir ehf. (dótturfyrirtækis TölvuMynda) um síðustu áramót.

Hvað gerir fyrirtækið Libra?

"Þetta er hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur eingöngu á fjármálamarkaði. Við þróum vörur undir Libra nafninu og erum í forystuhlutverki á íslenska markaðnum hvað varðar þróun á fjármálahugbúnaði. Stærstu viðskiptavinirnir eru bankarnir, einnig eru verðbréfafyrirtæki viðskiptavinir okkar. Okkar hlutverk er að vera aðilinn sem flytur fjármálaþekkingu inn í hugbúnað. Það krefst þess að við þurfum að skilja fjármálamarkaðinn og leikreglurnar þar. Svoleiðis þekking næst ekki nema að hafa skýran fókus á fyrirtækið. Libra var áður fjármálalausnadeild TölvuMynda en var gert að dótturfyrirtæki TölvuMynda fyrir um ári. Þegar ég hóf störf árið 1996 voru starfsmenn deildarinnar þrír en nú hefur fyrirtækið vaxið og starfsmennirnir orðnir 40."

Sérðu fram á áframhaldandi vöxt fyrirtækisins?

"Verkefnastaðan er góð og bankarnir, okkar helstu viðskiptavinir, hafa stækkað. Ef við ætlum að vera með hugbúnaðarfyrirtæki sem vinnur með stóru bönkunum, þurfum við að stækka með þeim. Miðað við þá möguleika sem við sjáum til lengri tíma er útlit fyrir frekari vöxt, já. Við erum fyrst og fremst í samkeppni við erlendan hugbúnað. Okkar vöxtur liggur annaðhvort í þá átt að smíða fleiri sérkerfi eða hefja útflutning. Við sjáum tækifæri erlendis þar sem Libra stenst fyllilega samanburð við erlend kerfi. En okkur liggur ekkert á."

Í hverju felst starfið þitt?

"Fyrst og fremst er ég liðsmaður í góðum hópi um 40 starfsmanna. Hlutverk mitt er að leiða hópinn og inna af hendi hefðbundin störf framkvæmdastjóra eins og stefnumótun og viðskiptaþróun en mitt sérsvið er í rauninni að tengja saman fjármálamarkað og hugbúnað."

En hvað gerirðu utan vinnunnar?

"Vinnan er náttúrlega svolítið stórt áhugamál og þar fyrir utan er það aðallega fjölskyldan sem maður notar tímann með. Þá er nú lítill tími fyrir áhugamál. Aðstæður hjá mér núna eru líka þær að ég er einn með stelpurnar mínar þar sem konan mín stundar nám í Danmörku þetta misserið. En annars hef ég alltaf verið mikið í íþróttum. Spilaði knattspyrnu til 25 ára aldurs þangað til meiðsli settu strik í reikninginn. Ég er Fylkismaður og spilaði líka með Tindastóli. Og núna reyni ég að spila fótbolta eða körfubolta einu sinni til tvisvar í viku með félögunum."

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.