14. mars 2002 | Innlendar fréttir | 74 orð

Ekki efni til að ákæra fyrrverandi ritstjóra

RÍKISSAKSÓKNARI telur að ekki séu efni til að ákæra Davíð Þór Jónsson, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Bleikt og blátt, en lögreglan í Reykjavík hafði rannsakað hvort hann væri ábyrgur fyrir dreifingu barnakláms.
RÍKISSAKSÓKNARI telur að ekki séu efni til að ákæra Davíð Þór Jónsson, fyrrverandi ritstjóra tímaritsins Bleikt og blátt, en lögreglan í Reykjavík hafði rannsakað hvort hann væri ábyrgur fyrir dreifingu barnakláms.

Snerist málið um það að á heimasíðu tímaritsins var um nokkurt skeið vísað á aðra vefsíðu sem innihélt soralegt efni, m.a. barnaklám. Davíð Þór sagði þegar þetta komst í hámæli að ekkert barnaklám hefði verið á umræddri síðu þegar hann tengdi hana við heimasíðu tímaritsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.