12. apríl 2002 | Innlendar fréttir | 123 orð

Ákærður fyrir manndráp

RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært Ásbjörn Leví Grétarsson fyrir manndráp á heimili sínu í Bakkaseli í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 27. október 2001.
RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákært Ásbjörn Leví Grétarsson fyrir manndráp á heimili sínu í Bakkaseli í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 27. október 2001.

Ásbjörn Leví er ákærður fyrir að hafa ráðist að manni og orðið honum að bana með "mörgum hnífsstungum í brjóstkassa, bak og háls og auk þess skorið hann margsinnis með hnífi á háls, höfuð og líkama og slegið hann margsinnis með hafnarboltakylfu í höfuð og líkama".

Í frétt Morgunblaðsins af atburðinum er haft eftir lögreglu að fórnarlambið hafi verið borið út úr íbúðinni og komið fyrir í nærliggjandi garði.

Ásbjörn er einnig ákærður fyrir kynferðisbrot en hann er sakaður um að hafa haft í vörslum sínum 291 ljósmynd sem sýnir börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt.

Málið verður þingfest í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.