Báðir hafa þeir upplifað gengishækkanir, gengissig og gengisfellingar í Hollywood, þótt sveiflurnar hafi verið meiri á ferli annars en hins. En Kevin Costner og Steve Martin eru, hvað sem öðru líður og hvor með sínum hætti, tveir af helstu leikurum Hollywood, skrifar Árni Þórarinsson í tilefni af frumsýningum nýrra mynda beggja hérlendis, Dragonfly með Costner um helgina og Novocaine með Martin á næstunni.