KYNNINGAREFNI um helstu niðurstöður mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu er nú aðgengilegt almenningi í verslunarmiðstöðinni Kringlunni. Á 12 veggspjöldum, kortum og ljósmyndum sem hanga uppi á gangi 1.

KYNNINGAREFNI um helstu niðurstöður mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Norðlingaölduveitu er nú aðgengilegt almenningi í verslunarmiðstöðinni Kringlunni.

Á 12 veggspjöldum, kortum og ljósmyndum sem hanga uppi á gangi 1. hæðar Kringlunnar (Hagkaupsmegin í húsinu) er hægt að kynna sér hvernig Landsvirkjun áformar að veitan verði og hver helstu umhverfisáhrifin yrðu á heiðagæs, freðmýrarústir, gróður, vatnalíf og landslag, bæði innan og utan lónstæðis.

Kynningin í Kringlunni stendur í viku og er viðbót við þá lögformlegu kynningu sem krafist er við mat á umhverfisáhrifum. Frestur almennings til að gera athugasemdir við matsskýrsluna er til 11. júní nk. Að loknum athugasemdafresti almennings hefur Skipulagsstofnun 4 vikur, eða til 9.

júlí, til að úrskurða hvort framkvæmdin standist mat á umhverfisáhrifum eða ekki. Hægt er að kæra úrskurð Skipulagsstofnunar til umhverfisráðherra, kærufresturinn er 4 vikur og þá hefur umhverfisráðherra 8 vikna frest, eða til 1. október, til að kveða upp sinn úrskurð í málinu.