Segðu vinum þínum að þú hafir ellefu fingur og sannaðu það. Áhöld: Tíu fingur.

Segðu vinum þínum að þú hafir ellefu fingur og sannaðu það.

Áhöld: Tíu fingur.

Aðferð: Notaðu hægri vísifingur til að benda með og snertu alla fingurnar á vinstri hendinni og teldu:

"Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm" og síðan telur þú með vinstri vísifingri fingur hægri handar, "sex, sjö, átta, níu, tíu."

Segðu: "Þetta er skrítið, ég er var viss um að ég hefði ellefu fingur. Ég ætla að prófa aftur." Í þetta sinn telurðu aftur á bak og bendir á fingur vinstri handar: "Tíu, níu, átta, sjö, sex." Stoppaðu svo, haltu uppi hægri hendi og segðu: "Plús fimm, er sama sem ellefu!" Gerðu þetta hratt, án þess að stoppa og áhorfendur munu ekki átta sig.