ÞEGAR sjálfstæðismenn í Hafnarfirði , sumir hverjir, telja að flokkurinn hafi aukið fylgi sitt í nýafstöðnum kosningum þar í bæ, fékk 40,6%, verður að hafa í huga að við kosningarnar 1998 komu fram tveir listar sjálfstæðismanna, en Hafnarfjarðarlistinn...

ÞEGAR sjálfstæðismenn í Hafnarfirði , sumir hverjir, telja að flokkurinn hafi aukið fylgi sitt í nýafstöðnum kosningum þar í bæ, fékk 40,6%, verður að hafa í huga að við kosningarnar 1998 komu fram tveir listar sjálfstæðismanna, en Hafnarfjarðarlistinn undir forystu Ellerts Borgar, fyrrv. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hlaut þá 6,3% atkvæða. Þar sem ætla má að fylgi þess lista frá 1998 hafi nú að mestu skilað sér til Sjálfstæðisflokksins væri nær að tala um 3% tap hjá Sjálfstæðisflokknum.

Og þegar gumað er af því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú fengið í Hafnarfirði eina bestu útkomu í sögu flokksins er farið með vægast sagt villandi mál og óbeint kastað rýrð á þá sem áður fóru í forystu fyrir flokkinn í Hafnarfirði. Þannig fékk Sjálfstæðisflokkurinn 42,1% atkvæða 1954, 44,5% 1962 og 41,5% 1974, allt byggt á upplýsingum í blaði flokksins, Hamri, fyrr á þessu ári.

Ætíð skal kappkostað að fara með sem réttast mál og því er þessum skrifum komið hér á framfæri.

Hafnfirskur

eldri borgari.