Anna Nicole Smith býður öllum að gægjast inn á heimili sitt.
Anna Nicole Smith býður öllum að gægjast inn á heimili sitt.
SÚ NÝJUNG virðist nú ná að heilla hverja stórstjörnunna á fætur annarri að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með sér allan sólarhringinn. Hvort þessi nýi áhugi á rætur sínar að rekja til velgengni Ozzy Osbourne fjölskyldunnar skal hinsvegar látið ósagt.

SÚ NÝJUNG virðist nú ná að heilla hverja stórstjörnunna á fætur annarri að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með sér allan sólarhringinn. Hvort þessi nýi áhugi á rætur sínar að rekja til velgengni Ozzy Osbourne fjölskyldunnar skal hinsvegar látið ósagt.

Hjónaleysin Kid Rock og Pamela Anderson eru að sögn óð og uppvæg að koma fyrir myndavélum á heimili sínu og senda út allan sólarhringinn. Fyrrverandi eiginmaður Andersons, trommarinn Tommy Lee, hefur einnig lýst yfir áhuga á að sjónvarpa lífi sínu.

Nýjustu fregnir herma svo að fyrirsætan og fyrrverandi Playboy-kanínan Anna Nicole Smith ætli að setja á laggirnar sinn eigin raunveruleika-sjónvarpsþátt.

Smith er þó trúlega þekktari fyrir afrek sín í einkalífinu heldur en fyrirsætuferil en hún hefur staðið í málaferlum undanfarin ár um arf fyrrverandi eiginmanns hennar.

Hún giftist 89 ára milljarðamæringi, J. Howard Marshall, árið 1994 en hann lést svo ári síðar. Smith og sonur Marshall eyddu svo næstu árum á eftir í dómsal, þar sem reynt var að skera úr um hver væri eiginlegur erfingi hins látna.

Nú hefur Smith ákveðið að opna dyrnar fyrir alheiminum og leyfa áhugasömum að fylgjast með ævintýrum sínum. Auk Smith munu lögfræðingur hennar og aðstoðarmaður koma mikið við sögu í þáttunum.