Í bakgarðinum er hægt að sitja, grilla og fylgjast með fjölda fugla sem daglega koma og borða á fuglapalli í garðinum.
Í bakgarðinum er hægt að sitja, grilla og fylgjast með fjölda fugla sem daglega koma og borða á fuglapalli í garðinum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Í apríl síðastliðnum opnuðu hjónin Hans Olsen og Sigríður Atladóttir Þormar gistiaðstöðu á Jótlandi.

Í apríl síðastliðnum opnuðu hjónin Hans Olsen og Sigríður Atladóttir Þormar gistiaðstöðu á Jótlandi. Hans og Sigríður, betur þekkt sem Hans og Sísí, fluttust frá Íslandi til Jótlands snemma ársins 1998 og keyptu fljótlega hús í Gødding-skógi, sem er í 10 kílómetra fjarlægð frá Billund-flugvelli og Legolandi. Þau hafa fimm herbergi til leigu og hafa gestirnir aðgang að sínu eigin eldhúsi og borðstofu og geta komist í þvottavél. Tvö herbergjanna voru höfð með breiðum dyrum og þegar frágangi verður fullkomlega lokið utandyra munu þau geta tekið á móti gestum í hjólastólum.

Í bakgarðinum er hægt að sitja, grilla og fylgjast með fjölda fugla sem daglega koma og éta á fuglapalli í garðinum, og síðan 300 hektara skóglendi umhverfis húsið sem býður upp á skemmtilegar gönguferðir og nestisferðir. Þeir sem eru heppnir gætu jafnvel rekist á dádýr, refi, greifingja eða íkorna. Í skóginum er stórt leiksvæði fyrir börnin og aðeins 5 km frá þeim er Sivbæk fiskesø, tjörn þar sem hægt er að komast í fiskveiði.

Í næsta nágrenni eru víkingagrafhaugar og aðrar fornminjar fyrir þá sem hafa áhuga (t.d. grafreitur Egtved-stelpunnar og Ravning-brúin) og svo kastalar og söfn ( t.d. Engelsholm-kastali og gamla kaupmannsbúðin í Bindeballe, sem bæði er safn og verslun) og svo eru auðvitað Legoland, Løveparken (garður þar sem ekið er innan um villt dýr) og fleiri skemmtigarðar fyrir börn á öllum aldri.

Aðeins 20 mínútur tekur að aka til Vejle og þar beggja vegna Vejle-fjarðar eru baðstrendur. Í Vejle eru göngugata, stórt vöruhús og margir matsölustaðir. Vilji fólk komast í stóra verslunarmiðstöð er aðeins 30 mínútna akstur til Kolding og þar eru einnig göngugata og matsölustaðir.

Til Árósa tekur eina klukkustund að keyra og þriggja klukkustunda akstur er til Kaupmannahafnar.

Margir hafa notað tækifærið og skotist til Þýskalands, en aðeins er 1½ klukkustundar akstur að landamærunum.

* Hans og Sísí Førstballevej 1, 7183 Randbøl, Danmörku Sími: 0045 7588 4404 eftir kl. 14:30 (ísl. tími) GSM: 0045 2233 8556 Tölvupóstfang: olsen@post.tele.dk Heimasíða: www.zimmer-rooms.dk