REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 13. júní kl. 19 - 23 í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar verða 13., 18. og 20. júní. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri.

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp sem hefst fimmtudaginn 13. júní kl. 19 - 23 í Fákafeni 11, 2. hæð. Kennsludagar verða 13., 18. og 20. júní. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Námskeiðið telst vera 16 kennslustundir. M.a. verður kennd endurlífgun með hjartahnoði, hjálp við bruna, beinbrotum, meðferð sára og fleira. Að námskeiði loknu fá nemendur skírteini sem hægt er að fá metið í vinnu eða skólum.

Önnur námskeið sem haldin eru hjá Reykjavíkurdeildinni eru um sálræna skyndihjálp, slys á börnum og hvernig á að taka á móti þyrlu á slysstað. Reykjavíkurdeild RKÍ útvegar leiðbeinendur til að halda námskeið fyrir þá sem þess óska, segir í fréttatilkynningu.