ÞEGAR sagnhafi er í vanda staddur reynir hann oft að vinna tíma og sjálfstraust með því að spyrja mótherjana um útspilsreglur. Í þessu tilfelli er svarið niðurdrepandi: "Við spilum öðru hæsta frá brotinni röð."
Norður gefur; allir á hættu.
Norður | |
♠Á65 | |
♥ÁK87 | |
♦ÁK32 | |
♣G6 |
Suður | |
♠KG3 | |
♥42 | |
♦86 | |
♣D109743 |
Vestur | Norður | Austur | Suður |
-- | 1 tígull | Pass | 1 grand |
Pass | 3 grönd | Allir pass |
Vestur kemur út með spaðatíu gegn þremur gröndum. Eftir að hafa skoðað blindan um stund snýr sagnhafi sér að austri og spyr kunnuglega: "Hvernig spilið þið út frá brotinni röð?" Og svarið er þetta: Tían gæti verið toppur eða frá D109(xx). Hvernig myndi lesandinn spila?
Laufið þarf að gefa a.m.k. tvo slagi, en vandinn er sá að sambandið við suðurhöndina er ekki alltof gott. Ef sagnhafi tekur fyrsta spaðann heima og spilar laufi á gosann er hann í vondum málum ef vörnin dúkkar.
Norður | |
♠Á65 | |
♥ÁK87 | |
♦ÁK32 | |
♣G6 |
Vestur | Austur |
♠10982 | ♠K85 |
♥G953 | ♥G1074 |
♦D95 | ♦D106 |
♣Á2 | ♣D74 |
Suður | |
♠KG3 | |
♥42 | |
♦86 | |
♣D109743 |
Og það er alls ekki erfið vörn, því AV vita sem er að suður á lítið um innkomur. Með hliðsjón af því ætti sagnhafi þess vegna að taka fyrsta slaginn á spaðaás og treysta á spaðadrottninguna í austur.