Farþegaskipið Columbus kom til Ólafsvíkur sl. mánudag, frídag verslunarmanna, og stoppaði í einn dag.
Farþegaskipið Columbus kom til Ólafsvíkur sl. mánudag, frídag verslunarmanna, og stoppaði í einn dag.
FARÞEGASKIPIÐ Columbus kom til Ólafsvíkur sl. mánudag, frídag verslunarmanna og stoppaði í einn dag, farþegum var hleypt í land og notuðu þeir tímann til að rölta um og skoða bæinn eða fara í skoðunarferðir sem boðið var uppá.

FARÞEGASKIPIÐ Columbus kom til Ólafsvíkur sl. mánudag, frídag verslunarmanna og stoppaði í einn dag, farþegum var hleypt í land og notuðu þeir tímann til að rölta um og skoða bæinn eða fara í skoðunarferðir sem boðið var uppá.

Farþegar voru ferjaðir í land á yfirbyggðum tvíbytnum sem voru í stanslausum ferðum á milli lands og skips á meðan á viðdvölinni stóð. Columbus sem er 14.900 brúttólestir að stærð og 144 metrar að lengd kom hingað frá Reykjavík en áður en þangað kom hafði skipið verið á Hjaltlandseyjum.

Héðan var förinni heitið norður á Akureyri og þaðan til Noregs með viðkomu á Svalbarða. Skemmtiferðaskipið Columbus kom einnig hingað fyrr í sumar og var þá hafður sami háttur á hvað varðar farþegana.

Eitthvað mun hafa verið um að farþegar hafi kvartað yfir því hve lítið var opið af verslunum hér, en vonandi hefur verið skýrt út fyrir þeim að verslanir eru almennt ekki opnar á frídegi verslunarmanna.

Á skipinu er 174 manna áhöfn og farþegar um borð eru 356. Columbus kom einnig til Ólafsvíkur á síðasta ári en þá aðeins eina ferð, um miðjan júlí. Það er Eimskip sem eru umboðsaðili skipsins hér á landi.