Mazda 2 er smíðaður á sama undirvagni og Ford Fiesta.
Mazda 2 er smíðaður á sama undirvagni og Ford Fiesta.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
MIKILL fjöldi smábíla hefur komið fram á sjónarsviðið á undanförnum misserum og nú berast tíðindi um að Mazda ætli að blanda sér í þann slag. Þar verður um að ræða arftaka Demio sem hefur þótt fremur þungur í sölu hvarvetna í Evrópu.
MIKILL fjöldi smábíla hefur komið fram á sjónarsviðið á undanförnum misserum og nú berast tíðindi um að Mazda ætli að blanda sér í þann slag. Þar verður um að ræða arftaka Demio sem hefur þótt fremur þungur í sölu hvarvetna í Evrópu. Bíllinn mun áfram heita Demio í Japan en í Evrópu heitir hann Mazda 2. Bíllinn verður kynntur á bílasýningum í haust en kemur líklega ekki á markað fyrr en á næsta ári. Hann verður smíðaður á sama undirvagni og Ford Fiesta. Eins og allir bílar í þessum stærðarflokki státar Mazda af hönnun á innanrými þar sem notagildi er í hávegum haft. Efnisval er vandað og lítil geymslurými eru um allan bílinn, þar á meðal ruslafata sem hægt er að grípa með sér og tæma þegar bíllinn er yfirgefinn. Bíllinn verður m.a. boðinn með 1,3, 1,4 og 1,5 lítra bensínvélum og 1,4 lítra dísilvél með forþjöppu sem er þróuð í samstarfi við Ford og Peugeot. Einnig mega áhugasamir eiga von á sportlegri 2ja lítra útfærslu, 150 hestafla, árið 2004.