"Við fórum með bresku ferðaskrifstofunni Exodus, pöntuðum þessa ferð, "Wet and Wild Weekend". Pakkinn samanstendur af flugi frá London, fæði, gistingu og dagskrá sem stendur í fjóra daga.
"Við fórum með bresku ferðaskrifstofunni Exodus, pöntuðum þessa ferð, "Wet and Wild Weekend". Pakkinn samanstendur af flugi frá London, fæði, gistingu og dagskrá sem stendur í fjóra daga. Við flugum til Bilbao frá London og þangað vorum við sóttar og ekið með okkur í tvo klukkutíma til El Curtido, sem er við hæðótta strönd. Pakkinn með Exodus kostaði 525 pund + 80 evrur fyrir mat sem greiddar voru beint til El Curtido. Þetta eru rúmlega sjötíu og sex þúsund íslenskar krónur. Þar að auki dvöldum við tvær nætur í viðbót á eigin kostnað á El Curtido og eina nótt í Bilbao til að ná heilli viku og sæmilegu fargjaldi hjá Flugleiðum. Við sáum sjálfar um miðana okkar til London. Flugleiðir fljúga til Heathrow en farið var áfram til Bilbao frá Gatwick. Við þurftum að gista eina nótt nálægt Gatwick því vélin til Bilbao fór um klukkan 9. Annars eru góðar samgöngur á milli flugvalla og ekkert mál að komast þarna á milli á leiðinni heim."