STEFANÍA Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, 22. og 23. nóvember nk. Stefanía býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á stjórnmálum. Ung að árum sýndi hún strax mikinn áhuga á stjórnmálum og sat t.

STEFANÍA Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, 22. og 23. nóvember nk. Stefanía býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á stjórnmálum. Ung að árum sýndi hún strax mikinn áhuga á stjórnmálum og sat t.d. á menntaskólaárum sínum í stjórn Heimdallar og síðar í Stúdentaráði HÍ fyrir Vöku. Eftir að hún lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Purdue-háskóla í Bandaríkjunum hefur hún m.a. starfað sem háskólakennari í stjórnmálafræði. Enn fremur hefur hún gegnt mörgum ábyrgðarstörfum á vettvangi Sjálfstæðisflokksins og stýrt verkefnum fyrir ráðherra flokksins. Stefanía er heiðarleg og öflug í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Ég hef þekkt hana í rúm 20 ár og get fullyrt að Stefanía mun leggja hart að sér til að vinna þjóð og landi gagn á Alþingi. Ég mæli eindregið með því að kjósendur greiði Stefaníu atkvæði í prófkjörinu og setji hana ofarlega á listann.

Benedikt H. Alfonsson, skólastjóri Siglingaskólans, skrifar: