Lagastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir hádegisfundi í Lögbergi, sal nr. 101, mánudaginn 2. desember kl. 12.15 um þróunina og ný viðhorf í réttarsamræmingu á sviði félagaréttar innan Evrópusambandsins. Á fundinum mun dr.
Lagastofnun Háskóla Íslands stendur fyrir hádegisfundi í Lögbergi, sal nr. 101, mánudaginn 2. desember kl. 12.15 um þróunina og ný viðhorf í réttarsamræmingu á sviði félagaréttar innan Evrópusambandsins. Á fundinum mun dr. Jan Schans Christensen flytja erindi á ensku sem ber heitið: "New Trends in European Company Law Making - Opportunities and Challenges". Að erindinu loknu verður gefinn kostur á fyrirspurnum og umræðum. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki kl. 13.15. Fundarstjóri verður Áslaug Björgvinsdóttir dósent. Fundurinn er öllum opinn.

Hólmfríður Garðarsdóttir , starfandi formaður STÍL (Samtaka tungumálakennara) og aðjunkt í spænsku við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur mánudaginn 2. desember kl. 12.10. Fyrirlesturinn nefnir hún: "Menntun í tungumálum sem tæki til félagslegrar samkenndar í fjöltyngdri og fjölmenningarlegri Evrópu." Hólmfríður mun fjalla um nýja áætlun og nýjar áherslur í tungumálakennslu innan Evrópu á næstu árum og gera grein fyrir rammaáætlun Tungumálamiðstöðvarinnar í Graz.