[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
LJÓÐABÓK Jóhanns Hjálmarssonar, Hljóðleikar, og skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebrofljótið, eru tilnefndar af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003.

LJÓÐABÓK Jóhanns Hjálmarssonar, Hljóðleikar, og skáldsaga Álfrúnar Gunnlaugsdóttur, Yfir Ebrofljótið, eru tilnefndar af Íslands hálfu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2003.

Úr því verður skorið á fundi dómnefndar í Stokkhólmi í lok janúar hvaða bók hlýtur Norðurlandaráðsverðlaunin að þessu sinni. Verðlaunaupphæðin er 350.000 danskar krónur.

Íslenskir fulltrúar í dómnefnd Norðurlandaráðs eru Dagný Kristjánsdóttir bókmenntafræðingur og Sveinbjörn I. Baldvinsson skáld. Varamaður er Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur.