Forseti Íslands tekur við bók Verkfræðingafélagsins. Hákon Ólafsson, formaður VFÍ, og Sveinn Þórðarson, t.v., sagnfræðingur og höfundur bókarinnar.
Forseti Íslands tekur við bók Verkfræðingafélagsins. Hákon Ólafsson, formaður VFÍ, og Sveinn Þórðarson, t.v., sagnfræðingur og höfundur bókarinnar.
Frumherjar í verkfræði á Íslandi er skráð af Sveini Þórðarsyni sagnfræðingi. Bókin er fyrsta bindið í ritröð um sögu Verkfræðingafélags Íslands en á þessu ári hefur þess verið minnst með ýmsum hætti að 90 ár eru liðin frá stofnun félagsins.
Frumherjar í verkfræði á Íslandi er skráð af Sveini Þórðarsyni sagnfræðingi. Bókin er fyrsta bindið í ritröð um sögu Verkfræðingafélags Íslands en á þessu ári hefur þess verið minnst með ýmsum hætti að 90 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Eitt af því er útgáfa ritraðarinnar sem hefst á riti um frumherjana og lýkur með 100 ára sögu Verkfræðingafélagsins árið 2012. Bækurnar verða tíu talsins og verður þar fjallað um hin ýmsu svið sem verkfræðingar hafa starfað á. Í þessu fyrsta bindi er fjallað um 38 fyrstu verkfræðingana á Íslandi, ævi þeirra rakin og helstu störf og gjarnan dregnar fram fróðlegar og oft spaugilegar hliðar af samtímanum og samtímamönnum. Bókina prýðir fjöldi mynda, sem margar hverjar hafa ekki áður birst á prenti, og í henni eru einnig gamanvísur eftir Jón Helgason prófessor um verkfræðinema í Kaupmannahöfn.

Sveini til aðstoðar var ritnefnd úr röðum verkfræðinga: Hákon Ólafsson, Pálmi R. Pálmason og Guðmundur G. Þórarinsson.

Útgefandi er Verkfræðingafélag Íslands. Bókin er 240 bls. Verð: 4.900 kr.