Jóhanna Guðrún hélt tónleikana til styrktar langveikum börnum.
Jóhanna Guðrún hélt tónleikana til styrktar langveikum börnum.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
SÖNGKONAN unga, Jóhanna Guðrún, hélt tvenna tónleika til styrktar langveikum börnum á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu. Þetta er sannarlega í anda jólanna enda er hún nýbúin að gefa út jólaplötu.

SÖNGKONAN unga, Jóhanna Guðrún, hélt tvenna tónleika til styrktar langveikum börnum á sunnudaginn, fyrsta sunnudag í aðventu. Þetta er sannarlega í anda jólanna enda er hún nýbúin að gefa út jólaplötu. Platan Jól með Jóhönnu er hennar þriðja en hinar tvær plöturnar hafa notið mikilla vinsælda.

Fullt hús var á tónleikunum og eru það væntanlega gleðifréttir fyrir aðstandendur langveikra barna og ekki síst börnin sjálf.

Sérstakir gestir Jóhönnu á tónleikunum voru Sigga Beinteins,

María Björk og ungir söngvarar af Söngvaborg II. Halldóra Baldvinsdóttir, sem náði þeim góða árangri að lenda í öðru sæti í ítalskri barnasöngkeppni, tók jafnframt lagið.