Rangt föðurnafn Í frétt blaðsins á laugardag um ráðningu hótelstjóra á Selfossi var rangt farið með nafn hans. Hótelstjórinn heitir Sigurður Skúli Bárðarson. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Rangt föðurnafn

Í frétt blaðsins á laugardag um ráðningu hótelstjóra á Selfossi var rangt farið með nafn hans. Hótelstjórinn heitir Sigurður Skúli Bárðarson. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

"Þúsund" féll niður

Í bréfi til blaðsins í Morgunblaðinu föstudaginn 3. janúar birtist grein mín "BORGAR TVÖFALDAN SKATT". Í greininni urðu þau leiðu mistök að það féll niður eitt orð þannig að 45 þús. kr. urðu að 45 kr. bið ég því Morgunblaðið að birta þennann hluta greinarinnar sem villan er í og fer sá kafli hér á eftir:

Einnig er rétt að vekja athygli á því að ellilífeyrisþegi sem er giftur, makinn á vinnumarkaði og vinnur aukavinnu, þá verður lífeyrisþeginn fyrir 45 þús. kr. skerðingu á tekjutryggingu á móti 100 þús. kr. tekjum launþegans, launþeginn borgar 39 þús. kr. í skatt af þessum hundrað þús. kr. svo eftir standa aðeins 16 þús. kr.

Guðvarður Jónsson