Málþing um íþróttir og gildismat. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður til opins málþings um íþróttir og gildismat í samvinnu við fræðslusvið Biskupsstofu, miðvikudaginn 8. janúar kl. 17 á Grand Hótel í Reykjavík.

Málþing um íþróttir og gildismat. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður til opins málþings um íþróttir og gildismat í samvinnu við fræðslusvið Biskupsstofu, miðvikudaginn 8. janúar kl. 17 á Grand Hótel í Reykjavík. Meðal frummælenda verður Ólafur Stefánsson nýkjörinn íþróttamaður ársins 2002.

Á málþinginu verður velt upp spurningum eins og: Eiga íþróttaþjálfarar að byggja upp manneskjur eða vinna til verðlauna? Hvers konar gildi og viðmiðanir gefa íþróttir börnum og ungu fólki? Eru íþróttir að verða að skemmtun frekar en ástundun heilbrigðrar hreyfingar? Hverjar eru dygðir íþróttaiðkunar og hverjir eru lestir, s.s. lyfjamisnotkun.

Ellert Schram forseti ÍSÍ setur málþingið kl 17 en síðan verða flutt fjögur stutt framsöguerindi:

Íþróttir - að vinna sigur á sjálfum sér eða öðrum? Halldór Reynisson verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Þjálfarar og gildismat, Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari og kennari. Áherslur og gildismat í íþróttum, Olav Ballisager íþróttafrömuður og háskólakennari í Árósum. Hvað hafa íþróttir gefið mér sem einstaklingi? Ólafur Stefánsson atvinnumaður í handknattleik. Á eftir verða pallborðsumræður. Áætluð lok málþingsins eru kl. 19:30. Málþingið er opið öllum. Skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ, netfang andri@isisport.is