ERFÐAVÍSINDAMENN eru nú farnir að krukka í arfbera gersins sem notað er til að framleiða vín og er markmiðið m.a. að bæta framleiðsluna, að sögn Aftenposten .

ERFÐAVÍSINDAMENN eru nú farnir að krukka í arfbera gersins sem notað er til að framleiða vín og er markmiðið m.a. að bæta framleiðsluna, að sögn Aftenposten. Samtímis því sem gerið slokar í sig berjasafanum lætur það frá sér ýmis bragð- og lyktarefni sem setja svip sinn á drykkinn.

Með því að endurbæta gerið vona menn að auðveldara verði að stýra sætleika vínsins og tryggja góða uppskeru á hverju ári. Franskir vísindamenn hafa þegar erfðabreytt víngeri og látið það breyta eplasýrunni í berjasafanum í mjólkursýru sem er mildari á bragðið.

Enn aðrir vísindamenn reyna að draga úr eftirköstum ótæpilegrar drykkju, timburmönnunum. Ein af orsökum þeirra er að bakteríur í víninu mynda svonefnd amín-efni er valda eitrun. Menn setja brennisteinssúlfíð í vín til að drepa örverur í safanum. Vandinn er að brennisteinn veldur höfuðverk.

Suður-afrískir vísindamenn hafa nú endurbætt vínger og fengið það til að drepa aðeins bakteríur og sveppi - en ekki gerið sjálft. Súlfíð verður því óþarft og ástandið daginn eftir gæti orðið skárra.